Mesta hækkun síðan í apríl varð á Bandaríkjamarkaði í dag. Olíuverð lækkaði og hefur ekki veirð lægra í þrjá mánuði og seðlabanki Bandaríkjanna gaf út nýja verðbólguspá sem gerir ráð fyrir að verðbólgan fari minnkandi fram á næsta ár.

Citigroup og Bank of America fóru fyrir töluverðri hækkun fjármálafyrirtækja vestan hafs í dag.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 2,8% í dag. Dow Jones hækkaði um 2,9% og Standard & Poor´s hækkaði einnig um 2,9%.

Olíuverð lækkaði eins og fyrr sagði og í lok dags hafði það lækkað um 2,5% og stóð tunnan þá í 118,5 Bandaríkjadölum.