Mesta hækkun í tæpan mánuð varð á Bandaríkjamarkaði í dag. Bankar og flutningafyrirtæki leiddu hækkanir dagsins eftir að forstjóri JPMorgan sagði vera að rofa til á lánsfjársmörkuðum og mesta lækkun olíuverðs síðan í mars leit dagsins ljós.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 2,2%. Dow Jones hækkaði um 1,3% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,7%.

Olíuverð lækkaði í dag um 3,9% og kostar tunnan nú 135,9 Bandaríkjadali.