Mesta hækkun á einum degi í heilan mánuð varð á Bandaríkjamarkaði í dag í kjölfar þess að sölutölur fyrir maí hjá Walmart og Costco Wholesale voru betri en greiningaraðilar höfðu búist við. Einnig jukust væntingar um að vaxandi einkaneysla muni ýta undir hagnað fyrirtækja, eftir að í ljós kom í dag að atvinnuleysi hefur minnkað.

Olíuverð hækkaði einnig talsvert í dag, um 4,4%, og kostar tunnan nú 127,65 Bandaríkjadali.

Nasdaq vísitalan hækkaði í dag um 1,9%, Dow Jones hækkaði um 1,7% og Standard & Poor´s hækkaði um 2%.