Hækkun varð á Bandaríkjamarkaði í dag, annan daginn í röð, í kjölfar frétta af því að óvænt aukning varð á pöntunum varanlegra neysluvara í júlí. Auk þess höfðu ummæli greiningaraðila um að nýjar fjárfestingar Fannie Mae og Freddie Mac muni auka hagnað fjárfestingalánasjóðanna góð áhrif á markaðinn.

Nasdaq vísitalan hækkaði um 0,9% í dag. Dow Jones hækkaði um 0,8% og Standard & Poor´s hækkaði einnig um 0,8%.

Olíuverð hækkaði um 1,9% í dag og kostar olíutunnan nú 118,4 Bandaríkjadali.