Hlutabréf hækkuðu í Evrópu í dag, annan daginn í röð. Námufélög og bifreiðaframleiðendur voru þar fremstir í flokki í kjölfar hækkunar á málmum.

Gengi sterlingspundsins lækkaði gagnvart evrunni í dag og hefur aldrei verið lægra.

Hækkun BMV er sú mesta síðan í mars.

Vísitölur voru nánast grænar um álfuna þvera og endilaga. FTSE 100 í London hækkaði um 1,6%, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,75 og CAC Frakklandi hækkaði um 1,7%.