Nokkuð hefur borið á veðurfregnum í almennum fréttum fjölmiðla, en ókunnugur gæti haldið að Íslendingar hefðu ekki kynnst öðru en sól og blíðu fram að þessu.

Það er því fróðlegt að kynna  sér hvernig þróunin hefur verið í grillfréttum á undanförnum árum, en sú vinsæla iðja (sem sumir hafa viljað tengja hagrænum þrótti landsmanna) er óneitanlega nokkuð háð veðri. Þá kemur hins vegar á daginn að það sem af er ári hafa fjölmiðlar aldrei fjallað meira um grill! Eins og sjá má að ofan ríkti mikil feimni um grillmál í fjölmiðlum árið eftir hrun, en ekki verður annað séð en að hamborgarahyggjan hafi verið í mikilli sókn síðan og kunna grillfréttir að rjúfa 1.000 frétta múrinn síðla í september. Er þetta ekki örugglega með í væntingavísitölunni?