Fjárfestirinn Bill Gross efast um ágæti tilvonandi forseta Bandaríkjanna. Markaðir hafa tekið kipp í kjölfar kosninganna, en þekktir fjárfestar hafa nú komið fram og talað fyrir því að Trump muni að öllum líkindum hafa góð áhrif á markaði. Bill Gross virðist þó ekki vera á sama meiði.

Áhyggjur hans snúa að langtímafjárfestingum. Hann telur einfaldari lagaramma, skattalækkanir og aukna samneyslu geta haft góð áhrif til skamms tíma, en alþjóðafælni Donald Trumps gæti þó haft alvarlegar afleiðingar. Tilvonandi forsetinn hefur talað fyrir því að rifta viðskiptasamningum og að hækka tolla.

Í síðasta mánuði spáði Gross því að Trump myndi einungis endast í fjögur ár og að á þeim fjórum árum myndi hann valda miklum skaða.