Groupon Groupon Inc., sem fyrr í þessum mánuði hélt stærsta frumútboð hlutafjár tæknifyrirtækis síðan Google fór á markað 2004, lækkaði í gær niður fyrir útboðgsgengi bréfanna. Útboðsgengið var $20 pr. hlut en verð við lokun markaða í gær var $16,96. Þetta kom fram í morgunfréttum IFS Greiningar.

Markaðir í Bandaríkjunum eru lokaðir í dag vegna Þakkargjörðarhátíðar.

Gengi bréfa internetfyrirtækisins Groupon hækkuðu um 55% á fyrsta viðskiptadegi eftir skráningu núna í byrjun nóvember.

Bandarískt internetfyrirtæki hafði ekki aflað jafnhárrar fjárhæðar í hlutafjárútboði síðan Google fékk 1,9 milljarða dala í sínu útboði árið 2004. Groupon er hópkaupsfyrirtæki, sem leiðir saman fyrirtæki og neytendur. Fyrirtæki bjóða þá þeim afslátt sem eru meðlimir Groupon, en Groupon fær sjálft hluta af sölutekjum fyrirtækisins.

Í frétt Bloomberg stuttu eftir skráningu seigir að umfang útboðsins og útboðsverðið hafi verið hannað til þess að hlutabréfaverðið myndi hækka duglega á fyrsta degi.