Hlutabréfaverð í fyrirtækinu Groupon Inc. féll um 14% í dag í kjölfar þess að fyrirtækið neyddist til að leiðrétta uppgefnar tekjur fyrir árið 2011.

Groupon er eins konar internet verslun þar sem ýmis konar vörur og þjónusta er boðin til sölu á tilboðsverði. Afslátturinn er veittur í krafti fjöldans en sambærilegar internet verslanir má finna á Íslandi eins, til dæmis verslunina hópkaup.is.

Hugmyndina að fyrirkomulagi vefverslunarinnar fékk Bandaríkjamaðurinn Andrew Mason. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og stækkaði hratt. Það hefur þó gengið á ýmsu í rekstri fyrirtækisins á undanförnum árum.

Til stóð að setja fyrirtækið á markað á fyrra hluta síðara árs en það tók lengri tíma en ætlað var. Tafirnar voru vegna athugasemda frá bandarískum eftirlitsaðilum sem ítrekað kröfðust þess að fyrirtækið leiðrétti upplýsingar í uppgjöri. Að þessu sinni leiðrétti fyrirtækið tekjur sínar um 14 milljón bandaríkjadala vegna endurgreiðsla til fyrirtækja sem tóku þátt í að veita tilboð í gegnum vefverslunina.