Rússneskir, úkraínskir og kínverskir fjárfestar hafa keypt talsvert af vínekrum í þekktustu vínræktarhéruðum Frakkklands upp á síðkastið. Kaupin eru gerð í nafni eignarhaldsfélaga sem skráð eru í skattaparadískum. Frönsk yfirvöld hafa áhyggjur af því að tilgangur kaupanna sé peningaþvætti og er Tracfin, stofnun á vegum franska fjármálaráðuneytisins, hafi þótt tilefni til að skoða málið, ekki síst eftir að útflutningur á vínum frá Frakklandi til þriggja fyrrnefndra landa jókst mikið.

Breska dagblaðið Financial Times segir að fjallað sé um rannsóknina í nýútkominni skýrslu. Í skýrslunni segir m.a. að erfitt sé að greina viðskiptin þar sem þau séu flókin.