Reitir fasteignafélag á enn í viðræðum við H&M verslunarkeðjuna um opnun í Kringlunni, en í morgun bárust fréttir um að H&M muni opna í Smáralind og Hagatorgi í miðbæ Reykjavíkur.

Í lágmarki yfir sumarfrí

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur Reitir fasteignafélag ekki áhyggjur af því að þessar fréttir hafi áhrif á viðræður þeirra við verslunarkeðjuna, þó þeir hafi grunað að félagið væri einnig í viðræðum við aðra.

Þær væru í lágmarki núna meðan sumarfrí standa yfir, ekkert hafi verið rætt þeirra á milli í dag í kjölfar fréttanna,  en viðræðurnar munu væntanlega halda áfram í ágúst. Þær hafi staðið yfir í nokkuð margar vikur og verða kláraðar á næstu vikum.

Telja heimildarmenn Viðskiptablaðsins félagið ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort pláss sé fyrir þriðju H&M verslunina, en það verði bara að koma í ljós nú þegar aðrir aðilar séu komnir að borðinu líka.