Samkeppniseftirlitið hefur kært ellefu starfsmenn Eimskips og Samskipa til embættis sérstaks saksóknara vegna gruns um að félögin hafi haft með sér ólöglegt samráð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gær.

Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, Ásbjörn Gíslason, fyrrverandi forstjóri Samskipa og Pálmar Óli Magnússon, núverandi forstjóri Samskipa, eru meðal þeirra sem kærðir hafa verið.

Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá félögunum fyrir ári síðan og svo aftur í sumar, eftir að það hafði fengið ábendingar um að félögin viðhefðu ólöglegt samráð og að þau misnotuðu markaðsráðandi stöðu sína.