*

laugardagur, 20. júlí 2019
Erlent 17. maí 2017 13:00

Grunaður um markaðsmisnotkun

Matthias Müller, forstjóri Volkswagen, er grunaður um markaðsmisnotkun.

Ritstjórn

Rannsóknin tengist umfangsmiklu máli þar sem að fyrirtækið var uppvíst að svikum tengdum svindlbúnaðs í díselbifreiðum þeirra sem voru með ólögleg útblástursforrit

Volkswagen varð að innkalla 8,5 milljónir bifreiða í kjölfar þess að upp komst um skandalinn.

Aðrir starfsmenn og stjórnarmeðlimir Volkswagen hafa verið rannsakaðir í sambandi við útblásturshneykslið. Matthias Müller er þó í fyrsta sinn að koma fyrir núna.

Saksóknarar í Stuttgart hafa einnig verið að rannsaka aðkomu Hans Dieter Pötsch og Martin Winterkorn.

Hneykslið hefur kostað fyrirtækið gríðarlega fjármuni, en fyrirtækið gæti þurft að greiða hluthöfum umtalsverðar skaðabætur ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi vitað meira en þeir gáfu upp.

Stikkorð: Volkswagen Bílar Markaðir