Fyrir rúmum tveimur mánuðum fékk Bjarni Benediktsson, formað­ur Sjálfstæðisflokksins, stjórnarmyndunarumboð frá Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands. Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að stjórn verði mynduð. Nánast er búið að fara í gegnum öll möguleg stjórnarmynstur, en nú reyna Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð enn aftur að mynda ríkisstjórn.

Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hefur verið með í öllum formlegum stjórnarmyndunarviðræðum hingað til, bæði til vinstri og hægri. Hann segir að vinnan í tilrauninni með Viðreisn og Sjálfstæðisflokki gangi ágætlega og haldi áfram nú í dag. „Við erum í miðju kafi í vinnunni. Við erum að sjá til lands í mörgum málum, en þetta er ekki búið, við erum enn að,“ segir Óttarr í samtali við blaðið. Óttarr tekur einnig fram að það sé grundvöllur fyrir góðu samstarfi flokkanna í mörgum málum.

Stutt á milli flokka í ýmsum málum

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagði í Kryddsíld Stöðvar tvö á gamlársdag að 87,5 prósent líkur væru á því að mynduð yrði stjórn Sjálfstæðisflokks , Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Aðspurður út í líki nda reikning Benedikts segir Óttarr hins vegar: „Hann er kannski aðeins meiri stærðfræðingur en ég, sjálfur hafði ég þann sama dag verið að gæla við 73 prósent. En hins vegar eftir að hafa verið í alls konar stjórnarmyndunarviðræðum og eftir að hafa gefið frá sér alls konar bjartsýnar yfirlýsingar hefur maður aðeins lært að dempa sig þangað til að hlutirnir eru raunverulega komnir í höfn. Það er fullmikið búið að fullyrða seinustu mánuðina. Þetta er þó komið lengra og dýpra en áður hefur gerst,“ segir Óttarr.

Hann bætir við að það séu vissulega ýmis mál þar sem stutt sé á milli flokka, en það væri einnig raunin í íslenskri pólitík almennt. „Það eru áhersluatriði sem fólk er almennt sammála um. Eins og til dæmis uppbygging heilbrigðiskerfisins sem er bara nokkuð breið pólitísk sátt um. Það er fullt af málum þar sem gengur vel saman. Þó að það sé langt á milli flokka í ýmsum málum, þá er grundvöllur fyrir góðu samstarfi í mörgu,“ bætir Óttarr við.

Menn aðeins á undan sér

Spurður hvort það sé rétt að hugmyndir séu komnar upp um skiptingu ráðuneyta, viðurkennir Óttarr að það hafi aðeins verið skoðað, en ekkert meira en það.

„Ég hef séð ansi margt haft eftir heimildarmönnum á síðustu dögum sem ég kannast ekki alveg við sjálfur. Þannig að ég held að menn séu komnir aðeins á undan sér.“ Óttarr segir jafnframt að það sé ekkert óeðlilegt við að margir í samfélaginu séu spenntir yfir því að mynduð verði ríkisstjórn. Að lokum tekur hann þó fram að þau séu á fullu í vinnunni og séu að renna í gegnum þetta. Aðrir viðmælendur Viðskiptablaðsins taka undir það að menn fari oft aðeins fram úr sér.

Óttarr vísar í þessu samhengi meðal annars til fréttar Vísis sem birtist í gær þar sem fullyrt var að Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm ráðherra í ríkisstjórn, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Bjarni Benediktsson hefur þó sagt á fjölmiðlafundi að gengið sé út frá því að hann verði forsætisráðherra, náist að mynda stjórnina.

Eigum að einfalda regluverkið

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ákveðna kosti við að þessir þrír flokkar geti náð saman.

aman. „Það er búið að stíga ákveðin skref í átt til frelsis í viðskiptum á undanförnum árum og mað- ur getur þá vonast til að það haldi áfram,“ segir Guðlaugur og kveðst nokkuð bjartsýnn á að næsta ríkisstjórn komi til með að halda áfram á þeirri braut sem hafi verið mörkuð hvað ábyrg ríkisfjármál varðar.

„Ég er bjartsýnn á að ef þessir flokkar nái saman að það yrði eitt af uppleggjunum. Mín skoðun er sú að við ættum að halda áfram að einfalda reglugerðarumhverfi viðskipta á Íslandi, bæði hvað varðar skatta og gjöld. Það eru ekki stjórnmálamenn sem búa til verðmæti í þessu landi, heldur fólkið og fyrirtækin og það skiptir máli að við höldum áfram að bæta umhverfi þeirra, það mun skila öllum ávinningi.“ Guðlaugur segir einnig galla fylgja stjórnarmyndun með Bjartri framtíð og Viðreisn. Þar minnist hann sérstaklega á tæpan meirihluta flokkanna þriggja