Mikill meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara hefur fellt nýgerðan kjarasamning FG og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nei sögðu 68,52% en já sögðu 29,74%.

Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir kjarasamninginn 13. mars síðastliðinn en atkvæðagreiðsla stóð yfir dagana 16. til 21. mars.

Nðurstaða atkvæðagreiðslunnar er þessi :

  • Já sögðu 1.128 eða 29,74%
  • Nei sögðu 2.599 eða 68,52%
  • Auðir 66 eða 1,74%
  • Á kjörskrá voru 4.697
  • Atkvæði greiddu 3.793 eða 80,75%