Kennsla fellur niður í öllum grunnskólum landsins í dag en upp úr kjaraviðræðum Félags grunnskóla og sveitarfélaga slitnaði í morgunsárið. Ný fundur hefur verið boðaður klukkan 15 í dag.

Fram kemur á fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is , í dag að góður gang­ur hafi verið í viðræðunum en ákveðið var að slíta fundi þegar ljóst var að ekki næðist að semja áður en kennsla ætti að hefjast í grunn­skól­um lands­ins.

„Þetta þokast vel áfram og við erum búin að ljúka mörg­um stór­um mál­um en það á eft­ir að klára launaliðinn og það er það sem stend­ur útaf í augna­blik­inu. Við erum búin að sitja á fundi síðan á há­degi í gær og ljóst að við náum ekki að ljúka þessu áður en skólastarf hefst í dag,“ sagði Ólafur Lofts­son, for­maður Fé­lags grunn­skóla­kenn­ara, í samtali við mbl.is.