Grunnskólakennarar funduðu fram til klukkan eitt í dag og hefur nýr samningafundur verið boðaður i´dag. Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir i samtali við RÚV að hann sé vongóður um að samningar náist fyrir morgundaginn.

Á morgun hefur verið boðað til vinnustöðvunar en það yrði þá í annað sinn í mánuðinum sem kennarar myndu leggja niður störf vegna kjaradeilu.