*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 27. september 2019 12:41

Grunnskólanemi kostar tvær milljónir

Árlegur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskól var 1,9 milljón króna í fyrra.

Ritstjórn
Kostnaður á hvern grunnskólanema er ríflega 70% hærri í dag en fyrir áratug síðan.
Aðsend mynd

Árlegur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum árið 2018 var 1.931.094 krónur og vegin meðalverðbreyting rekstrarkostnaðar frá 2018 til október 2019 er áætluð 3,8%. Frá þessu er greint í frétt á vef Hagstofu Íslands. 

Árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum, sem reknir eru af sveitarfélögum, er því áætlaður 2.000.768 krónur í október 2019.

Hagstofa Íslands reiknar árlegan meðalrekstrarkostnað á hvern nemanda í öllum grunnskólum sem reknir eru af sveitarfélögum. Eins og sjá má á töflunni hefur kostaður á hvern nemenda hækkað umtalsvert síðastliðinn áratug, en áætlunin í ár er liðlega 70% hærri nú en árið 2008.

Stikkorð: Grunnskólar