„Með þessum góða árangri erum við að leggja grunn að afnámi gjaldeyrishafta og auknum erlendum fjárfestingum hér á landi. Icesave málið er því miður þröskuldur í þeim efnum. Það er og verður sameiginlegt verkefni okkar allra að ljúka því máli," sagði Jóhanna Sigurðardóttir í stefnuræðu sinni á Alþingi í kvöld.

Forsendan fyrir þessu væri að þriðja endurskoðun á efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri lokið. „Aðgangur fæst þar með að umsamdri lánafyrirgreiðslu og leiðir endurskoðunin væntanlega til þess að skuldaálag ríkissjóðs lækkar og betra aðgengi fæst að erlendum lánamörkuðum," sagði forsætisráðherra.