Einstaklingi með ebólulík einkenni hefur verið komið í einangrun á Howard háskólasjúkrahúsinu í Washington D.C., höfuðborg Bandaríkjanna.

Kerry-Ann Hamilton, talsmaður sjúkrahússins segir að einkennin „gætu verið vegna ebólusmits". Sjúklingurinn var nýlega í Nígeríu og kenndi einkennanna eftir heimkomu til Bandaríkjanna. „Læknateymi á okkar vegum fylgist með ástandi sjúklingsins í nánu samstarfi við Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) og heilbrigðisráðuneyti," segir Hamilton.

Fyrir fjórum dögum greindist ebólusmit í Dallas, höfuðborg Texas ríkis, í manni að nafni Thomas Eric Duncan. Duncan hafði skömmu áður dvalist í Líberíu, þar sem meira en 3.300 hafa þegar dáið úr ebólusmiti.

CNN greinir frá.