Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að taka til rannsóknar ábendingar um meint ólögmætt samráð bandarískra flugfélaga. Talið er að American Airlines, Delta Air Lines, Southwest Airlines and United Airlines, sem sinna um 80% af öllu innanlandsflugi í Bandaríkjunum, hafi deilt verðupplýsingum og gefið boð um verðhækkanir sín á milli.

„Það að láta framboð mæta eftirspurn er ekki ný hugmynd og það að hagnast á fyrirtækjarekstri er ekki ólöglegt," er haft eftir Savanthi Syth, ráðgjafa hjá Raymond James á fréttavef Mercury News.

Samkeppnislög gera skýran greinarmun á milli þess þegar fyrirtæki svara eðlilegum boðum á frjálsum markaði með verðhækkunum (eða -lækkunum) annars vegar og hins vegar þegar þau koma sér saman um hvernig og hvenær skuli hækka verð. Fyrir vikið þurfa bandarísk yfirvöld að sýna fram á samskipti á milli þessara flugfélaga sem benda til þess að þau hafi deilt upplýsingum með hvoru öðru.

„Munurinn liggur í því hvort það sé ásetningur að hafa samráð um verð eða ekki," er haft eftir Syth.

Nánar á fréttavef Mercury News.