Húsleitir embættis sérstaks saksóknara í dag eru vegna mála tengdum gamla Landsbankanum. Heimildir Viðskiptablaðsins herma að húsleitirnar tengist málum svipuðum þeim sem kölluðu á húsleitir sérstaks saksóknara í nóvember sl. og tengdust Glitni og hjá Kaupþingi í maí.

Von er á fréttatilkynningu frá embættinu síðar í dag. Húsleitir fóru fram á þremur stöðum í dag og hafa sjö einstaklingar verið teknir til yfirheyrslu.

Húsleitir sérstaks saksóknara í nóvember sl. voru vegna rannsókna á fimm málum tengdum Glitni. Tengdust þau m.a. lánveitingum bankans til Stím  og meintri markaðsmisnotkun bankans.