Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu alls 851,8 milljörðum króna um síðustu mánaðarmót. Frá því í lok maí lækkaði eignastaðan frá því að vera 1.063 milljarðar. Lækkunina má rekja til fyrirframgreiðslu á erlendum lánum ríkissjóðs og Seðlabankans gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum. Alls var endurgreidd 171 milljón króna um miðjan síðasta mánuð.

Í hagtölum Seðlabankans sést að erlendar eignir eru að langstærstum hluta erlendur gjaldeyrir í formi seðla, innstæðna og verðbréfa. Annar stærsti liðurinn er gullforðinn sem nemur um 12,8 milljörðum króna. Hann lækkaði um 260 milljónir í júní. Erlendar skuldir bankans nema 212,6 milljörðum og reiknast hrein staða bankans því um 639 milljarðar.