Haukur Örn Birgisson
Haukur Örn Birgisson
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Greint var frá því í dag að Golfsamband Íslands (GSÍ) legðist gegn þeim breytingum sem lagðar eru til í fyrirliggjandi þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar og bjartari morgna, en þetta kemur fram í umsögn sambandsins til Velferðarnefndar Alþingis. Í umsögninni kemur meðal annars fram að breytingin muni fela í sér mikið tekjutap fyrir golfklúbba og skerða rekstrargrundvöll þeirra.

Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, vill hins vegar árétta að sambandið leggst ekki gegn seinkun klukkunnar að vetri til, heldur aðeins á sumrin.

„Að mínu mati standa full rök til þess að breyta tímanum á veturna. Það er hins vegar algjör óþarfi að gera það á sumrin, enda sólin komin á loft um miðja nótt. Á Íslandi á að vera sumar- og vetrartími, eins og í flestum öðrum ríkjum,“ segir hann.