Greining Glitnis telur að þátttaka Íslendinga í samstarfi þjóða ESB um viðbrögð gegn fjármálakrísum auki verulega líkurnar á að nágrannar Íslands í Evrópu kæmu íslenskum stjórnvöldum til hjálpar yrði fjárhagsstöðugleiki hérlendis fyrir alvarlegri ógn.

Í kjölfar tíðinda um þátttöku Íslendinga í samkomulaginu sendi Greining Glitnis tölvupóst á ensku til valinna viðskiptavina markaðsviðskipta bankans, þar sem vakin er athygli á viljayfirlýsingunni um samstarfið og telja forsvarsmenn hennar að þátttaka Íslendinga í því geti aukið traust á íslenska fjármálageiranum.

Líklega forsenda beinna aðgerða

„Þó svo að ekki felist lagalegar skuldbindingar í samkomulaginu eykur það verulega líkurnar á að nágrannar okkar í Evrópu kæmu íslenskum stjórnvöldum til aðstoðar, yrði fjármálastöðugleika ógnað,“ segir í tölvubréfinu og að færa megi rök fyrir því að sama máli gegni um Eystrasaltslöndin, Írland, Danmörku o.s.frv.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .