Guardian hefur bæst í hóp þeirra erlendu miðla sem fjalla um íslenskt efnahagslíf, en á vef Guardian er að finna viðtal Reuters fréttastofunnar við Árna Mathiesen fjármálaráðherra.

Í fréttinni segir að íslenskt efnahagslíf sé nú með timburmenn eftir öran vöxt undanfarinna ára.

„Ég tel að það sem skiptir mestu máli í augnablikinu, sé að gæta þess að Seðlabankinn verði áfram öflugur og að gera landið áfram aðgengilegt fyrir erlenda fjárfesta“ sagði Árni við Reuters fréttastofuna, að því er fram kemur í Guardian.

Frétt Guardian er hér.