Guðbjartur Hannesson þingmaður Samfylkingarinnar verður næsti forseti Alþingis. Guðbjartur staðfesti það í samtali við vb.is rétt í þessu.

Þingstörf byrja á miðvikudag og þá fer fram kosning um forseta og í nefndir þingsins.

Það varð að samkomulagi að Samfylkingin fari með forsetastarfið.

„Þetta er gríðarlega spennandi verkefni sérstaklega vegna þess að nú verður starfað með minnihlutastjórn í fyrsta skipti í langan tíma. Þá reynir meira á þingið um að ná samkomulagi og menn vandi sig með að það sé ávalt meirihluti fyrir því sem lagt er fram. Eða þá unnið þannig að menn nái meirihluta," segir Guðbjartur.

- Starf forseta verði þá enn vandasamara í þessu umhverfi?

„Í raun má búast við því en hugsanlega áhugaverðara og skemmtilegra. Þetta leggst bara vel í mig."