*

föstudagur, 10. júlí 2020
Erlent 21. maí 2018 16:43

Guð hjálpi Tyrklandi

Verðbréfamiðlari í Istanbul lét þessi orð falla í morgun um stöðu lírunar.

Ritstjórn
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands
AFP

Alnus Yatirim, verðbréfamiðlari í Istanbul  tjáði sig um stöðu lírunar við viðskiptavini sína er fram kemur á fréttavefnum Bloomberg í morgun. En líran náði sögulegu lágmarki nú í morgun. 

Tyrkland er nú komið í samkeppni við gjaldmiðla Argentínu, Angólu og Venezuela um þann gjaldmiðil sem veikst hefur mest á árinu. 

Tyrkneska líran hefur fallið um meira en 17% gagnvart dollaranum frá ársbyrjun líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá. Alnus segir að sú þróun muni halda áfram þangað til Seðlabankinn grípi inn í. 

Stikkorð: Tyrkland