Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra ætlar að fara fram í formannsslag Samfylkingarinnar. Þar mun hann keppa um formannssætið við Árna Pál Árnason, fyrrverandi ráðherra, sem þegar hefur gefið kost á sér.

Guðbjartur staðfesti þetta í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins (RÚV) í dag.

RÚV rifjar upp að Guðbjartur vann stórsigur í póstkosningu Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi í gær með 76% atkvæða.