Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi ráðherra, er látinn 65 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein sem hann barðist við síðustu mánuðina, hann greindist snemma sumars.

Guðbjartur var fyrst kosinn á þing fyrir Samfylkinguna árið 2007. Hann varð heilbrigðisráðherra (sem siðar bar heitið velferðarráðherra) í september 2010. Því starfi gegndi hann til stjórnarskipta snemma sumars 2013.

Hann bauð sig fram í formannskjör Samfylkingarinnar í ársbyrjun 2013, en það hlaut hann 40% atkvæða en Árni Páll Árnason var kjörinn formaður flokksins.