*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 14. október 2021 07:35

Guðbjörg hagnaðist ríkulega

Kristinn ehf., fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, hagnaðist um ríflega milljarð króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Guðbjörg Matthíasdóttir.
Haraldur Guðjónsson

Kristinn ehf., fjárfestingafélag Guðbjargar Matthíasdóttur, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, en árið áður nam tap félagsins 497 milljónum króna.

Fjármunatekjur námu 2 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 1,3 milljarða árið áður. Eignir félagsins námu 25,5 milljörðum króna í lok árs 2020, eigið fé 21 milljarði og skuldir 4,5 milljörðum. Eiginfjárhlutfall var því 82%.

Þá nam handbært fé frá rekstri tæplega 2 milljörðum króna.