Í desember í fyrra var stofnað samlagsfélag utan um kauprétt, sem fyrrverandi eigendur skuldabréfaflokks N1, ESSO 05 11, eiga í olíufélaginu. Félagið heitir Eignarhaldsfélag um kauprétt vegna ESSO 05 11, og eru stofnendur 38 talsins. Meðal stofnenda félagsins eru útgerðarkonan Guðbjörg Matthíasdóttir og Gunnar Scheving Thorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmaður í Skeljungi.

Ákvörðun um hvort nýta eigi þennan kauprétt verða skuldabréfaeigendur að taka í síðasta lagi við skráningu félagsins á markað eða í júní 2013.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Meðal annars efnis í Viðskiptablaðinu er:

  • Ólafur Ólafsson skilur sáttur við Alfesca
  • Eftirlitsgjald á fjármálafyrirtæki er næstu sjöfalt hærra nú en fyrir hrun
  • Eigandi Kredia stofnar annað smálánafyrirtæki
  • Eigendur heildverslunar möruðu í skuldafeni - en héldu sínu
  • Skráning Icelandair Group á markað í Noregi
  • Hver er þessi Hulda Bjarnadóttir sem eitt sinn var á Létt-Bylgjunni?
  • Forstjóri Skeljungs ræðir um rekstur olíufélags
  • Lífeyrissjóðirnir í hlekkjum gjaldeyrishafta
  • Hvaða knattspyrnuklúbbar eru þeir ríkustu í heimi?
  • Bændaferðir koma fólki til Kína
  • Allt um styrjuhrogn og kampavín og munaðinn
  • Óðinn kafar ofan í lífeyrissparnaðinn
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað og Tý sem fjallar um Jóhönnu Sigurðardóttur sem ekki mætti á Viðskiptaþing
  • Myndasíður, umræður og pistlar og margt, margt fleira...