Kristinn ehf., sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, hefur keypt allt hlutafé í ÍSAM ehf. (Íslensk Ameríska).

Seljendur eru fjölskylda Bert Hanson en hann stofnaði félagið 15. apríl 1964 eftir að hann flutti til Íslands frá Bandaríkjunum með eiginkonu sinni Ragnheiði Jónasdóttur. Í tilkynningu vegna viðskiptanna segir að fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu fjölskyldunnar.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins, en kaupverð er sagt vera trúnaðarmál.

Guðbjörg Matthíasdóttir og fjölskylda eru eigendur útgerðarfélagsins Ísfélagsins í Vestmannaeyjum.