Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, sagði af sér þingmennsku í morgun en þetta kemu fram á vef RÚV. Ólafur Þór Gunnarsson tekur sæti hennar. Guðfríður hefur setið á þingi síðan 2009 og er formaður umhverfis-og samgöngunefndar þingsins.

Guðfríður Lilja hafði áður gefið það út að hún hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri við næstu Alþingiskosningar. Á vef RÚV segir að hún hafi ekki ákveðið að hætta vegna óánægju heldur sé það í tengslum við fyrrgreinda ákvörðun. Áramótin séu góður tími til breytinga og því hætti hún á þingi í dag.