*

mánudagur, 16. september 2019
Fólk 1. desember 2017 13:26

Guðjón frá ÖBÍ til Isavia

Guðjón Helgason, hættir sem samskiptastjóri ÖBÍ og tekur við sem upplýsingafulltrúi Isavia af Guðna Sigurðssyni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Guðjón Helgason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Isavia. Hann tekur við starfinu af Guðna Sigurðssyni sem gengt hefur starfinu frá því í maí 2015, en hann hefur ákveðið að hefja nám í háskóla erlendis á næstunni.

Guðjón hefur starfað sem samskiptastjóri Öryrkjabandalags Íslands frá 2016 en hann var áður fréttamaður um langt skeið. Hann hóf störf á Fréttastofu Ríkisútvarpsins sumarið 2002 og starfaði þar með hléum til ársloka 2004. Þá tók hann við starfi kynningar- og alþjóðafulltrúa hjá Kennaraháskóla Íslands. 

Í byrjun árs 2006 tók hann til starfa sem fréttamaður hjá 365 miðlum og vann þá á Stöð 2, Bylgjunni og Vísi.is. Í september 2009 hóf hann störf sem fréttamaður í erlendum fréttum á sameinaðri fréttastofu RÚV. 

Guðjón starfaði einnig um skeið sem fréttaritari á Íslandi fyrir alþjóðlegu fréttaveituna Associated Press. Guðjón lauk BA námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 2002 og meistaranámi í alþjóðasamskiptum frá Háskólanum í Essex á Englandi 2005.

Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Isavia segir hlakka til að fá Guðjón til starfa. „[Þ]að er ljóst að reynsla hans og þekking úr störfum fréttamanns um langt árabil og nú síðast sem samskiptastjóri hjá Öryrkjabandalaginu mun koma félaginu til góða,“ segir Elín. 

„Um leið viljum við þakka Guðna Sigurðssyni fyrir góð störf sem upplýsingafulltrúi, en hann hefur sinnt því starfi með miklum sóma síðastliðin ár.“