*

laugardagur, 24. júlí 2021
Innlent 12. maí 2021 18:01

Guðjón kaupir fyrir 50 milljónir í Festi

Guðjón Reynisson sem að situr í stjórn Festi kaupir hlutabréf í félaginu fyrir um 50 milljónir króna.

Snær Snæbjörnsson

Guðjón Reynisson, sem gegnir stöðu varaformanns stjórnar Festi hf., keypti í dag hlutabréf fyrir tæpar 50 milljónir króna í félaginu í gegnum eignarhaldsfélag sitt Hakk ehf. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Félagið keypti 260.000 hluti á genginu 191,5 krónur og eftir viðskiptin eiga fjárhagslega tengdir aðilar honum 609.391 hluti í Festi að verðmæti 116,7 milljónum miðað við kaupgengi viðskiptanna.

Guðjón, sem er fyrrverandi forstjóri leikfangaverslunarinnar Hamley's á Bretlandi, hefur setið í stjórn Festi og Kviku frá árinu 2018.