Þróunar- og framleiðslufyrirtækið Martak hefur ráðið Guðjón Inga Guðjónsson til þess að stýra sölumálum félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu. Martak var stofnað á Íslandi árið 1986 og framleiðir hátæknibúnað og heildarlausnir fyrir sjávarútveg á alþjóðlegum markaði. Félagið er með starfstöðvar á Íslandi og í Kanada.

Guðjón Ingi starfaði áður sem svæðissölustjóri hjá Völku og hefur langa og víðtæka reynslu úr sjávarútvegi þar sem hann hefur lengst af unnið að sölu- og markaðsmálum.

Hann starfaði um árabil hjá SÍF sem innkaupa- og sölustjóri og sem forstöðumaður innkaupa- og sölusviðs. Hann var auk þess  framkvæmdastjóri hjá útflutningsfyrirtækinu Sirius og sölustjóri hjá Bacco Seaproducts og Sæporti.