*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 30. október 2014 18:10

Guðjón Þórðarson fær 8,4 milljónir

Ungmennafélag Grindavíkur þarf að borga fyrrverandi þjálfara milljónir vegna ólögmætrar uppsagnar.

Ritstjórn
Guðjón Þórðarson.
Aðsend mynd

Hæstiréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness um að knattspyrnudeild UMFG (Grindavíkur) um að félagið hafi ekki staðið rétt að uppsögn Guðjóns Þórðarsonar þjálfara fyrir tveimur árum.

Guðjón hafði samið við Grindavík í nóvember árið 2011. Þá skrifaði hann undir tímabundinn ráðningarsamning sem gilda átti fram í október 2014. Í dómi héraðsdóms, sem kveðinn var upp í mars á þessu ári, kom fram að tímabundnir ráðningarsamningar séu almennt óuppsegjanlegir á samnings­tímanum, nema sérstaklega sé um annað samið. „Samningur aðila hafði ekkert slíkt ákvæði að geyma og var aðilum því óheimilt að segja samningnum upp í heild á þriggja ára gildistíma hans."

Hæstiréttur staðfesti sem sagt dóm héraðsdóms í dag og ber Grindavík því að greiða Guðjóni samtals 8.4 milljónir með dráttarvöxtum. Enn fremur þarf félagið að greiða þjálfaranum 500 þúsund krónur í málskostnað.