Hæstiréttur hefur dæmt að Guðjón St. Marteinsson, héraðsdómari muni víkja sæti í Aurum málinu.

Héraðsdómur hafði áður dæmt að Guðjón myndi ekki víkja sæti.

Í dómi Hæstaréttar var vísað til ummæla sem héraðsdómarinn hafði látið falla í tölvubréfi svo og í blaðagrein sem fylgdi bréfinu en ekki var komið á framfæri til opinberrar birtingar.

Hæstiréttur taldi að orð dómsformannsins væru hlutlægt séð fallin til að draga mætti með réttu í efa að hugur hans gagnvart sérstökum saksóknara væri með þeim hætti að tryggt væri að óhlutdrægni yrði gætt við úrlausn málsins. Sérstakur saksóknari hélt því fram fyrir héraðsdómi að ekki ríki traust til Guðjóns eftir þær athugasemdir og því væri réttmæt tortryggni um óhlutdrægni hans.