Guðlaug Kristjánsdóttir var endurkjörin formaður Bandalags háskólamanna á aðalfundi sem fram fór í dag. Aðalfundurinn fagnaði nýgerðum kjarasamningum aðildarfélaganna við sveitarfélög og Reykjavíkurborg.

Telur aðalfundurinn að í þeim hafi verið stigin afgerandi skref í leiðréttingu á þeirri kjararýrnun háskólamenntaðra í opinberri þjónustu sem orðið hafði á undangengnum árum.

Þá fagnar BHM þeim leiðréttingum sem gerðar voru í kjarasamningum ríkisins við kennara í framhaldsskólum og háskólum.