Guðlaugur Þ. Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók sæti á Alþingi að nýju í dag. Athygli vakti við setningu sumarþings 18. júní síðastliðinn að Guðlaugur hvarf ekki á staðnum og tók Sigríður Á Andersen sæti hans á þinginu. Guðlaugur sagði í samtali við vb.is á sínum tíma ástæðuna fyrir því að hann hafi ekki verið við þingsetninguna þá að hann hafi ákveðið að fara í frí áður en sumarþingið komst á dagskrá. Hann hafi ekki getað gert börnum sínum það að breyta þeim áætlunum.

Guðlaugur og fjölskylda hans hafði húsaskipti við aðra fjölskyldu í nágrenni San Diego í S- Kaliforníu. Í samtali við vb.is við setningu sumarþings sagðist hann ekki gera ráð fyrir öðru en það muni enn standa yfir þegar hann komi til baka úr fríinu, jafnvel langt inn í júlí.