Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fer fram á að fá öll fylgigögn með hluthafasamkomulagslögunum sem gerð voru þegar ríkisstjórnin gekk frá samkomulagi á milli gömlu og nýju bankanna. Þá vill hann sömuleiðis fá fylgiskjöl með kaupsamningi á milli Byrs og Íslandsbanka.

Guðlaugur hefur sent ritara efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis bréf þar sem óskað eftir að fá gögnin.

Guðlaugur rifjar upp á vefsíðu sinni í dag að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafi sagt á þingi það lítið mál að upplýsa um nýju einkavæðingu bankanna. Eins hafi fjármálaráðherra talaði með þeim hætti að ríkisstjórnin ætli að upplýsa um hluti sem ekki hafi verið að fá fram til þessa þrátt fyrir ótal tilraunir.

Nánar er fjallað um Guðlaug og viðskiptin með bankana í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.