*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 6. október 2017 11:01

Guðlaugur Þór skipi dómara

Ríkisstjórnin ræddi tillögu um að utanríkisráðherra sjái um skipun í embætti héraðsdómara í stað dómsmálaráðherra.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á dagskrá ríkisstjórnarfundar í morgun var tillaga um að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra muni fara með mál varðandi skipun í embætti héraðsdómara. Sigríður Andersen dómsmálaráðherra ákvað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson hæstarréttarlögmaður var einn þeirra 41 umsækjanda um átta stöður héraðsdómara sem voru auglýstar til umsóknar 1. september síðastliðinn að víkja sæti við skipunina.

Um miðjan september féll úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að dómsmálaráðherra hafi brotið gegn dómstólalögum og reglum stjórnsýsluréttar eftir ákæru Ástráðs, en hann var einn af umsækjendum í Landsrétti. Héraðsdómur segir að ekki sé hægt að fullyrða að ráðherra hafi valið 15 hæfustu einstaklingana í nýja dómstigið en Ástráður var eitt dómaraefnanna sem ekki var skipaður þó nefndarmenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að hann væri hæfur.

Það sé vegna þess að dómsmálaráðherra ákvað að skipta út fjórum dómurum, en Ástráður var einn þeirra, sem sérstök hæfnisnefnd taldi að skipa ætti í hið nýja dómstig Landsrétt og skipað aðra fjóra þeirra í stað. Rökstuðningur Héraðsdóms var að hún hafi ekki borið saman reynslu og hæfni dómaraefna og notað óljósan rökstuðning án heildstæðs samanburðar á umsækjendum.