Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Nova og hóf störf hjá félaginu í gær.

Guðmundur Arnar starfaði áður sem forstöðumaður markaðssviðs Wow air og þar áður sem vörumerkjastjóri hjá Icelandair.

„Nova hefur náð frábærum árangri í 3G þjónustu á Íslandi og hóf nýlega að bjóða 4G háhraðatengingar, fyrst símafyrirtækjanna,“ segir Guðmundur Arnar í samtali við Viðskiptablaðið.

„Það verður mjög spennandi að taka þátt í uppbyggingu NOVA á þeim markaði.  Hver vill ekki vinna á stærsta skemmtistað í heimi?”

Guðmundur er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og er jafnframt með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann hefur ritað fjölda greina um viðskipti og markaðsmál í tímarit og blöð á Íslandi og er núverandi formaður Ímark, félags markaðsfólks á Íslandi. Hann hefur einnig gefið út bók sem fjallar um markaðssetningu á netinu.

Til gamans má geta þess að Guðrún Einarsdóttir, sem áður starfaði sem markaðsstjóri Nova, var í lok apríl ráðin starfsmannastjóri Wow air. Þá situr Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóri Nova, í stjórn Wow air.