Það getur leynst eins og ein virkjun í því gera flutningskerfi raforku hagkvæmara. Þetta sagði Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, á vorfundi fyrirtækisins sem haldinn var í morgun.

Guðmundur Ingi  sagði of veikt flutningskerfi takmarka framleiðslu virkjana og hlutfallslega mikil orka tapaðist. Fjárhagslegt tap þjóðarinnar vegna annamarka á flutningskerfinu væri á bilinu 3-10 milljarðar á ári og væri að aukast hratt. Notkun væri skert vegna takmarkana og olía jafnvel notuð í staðinn. Einnig tók hann fram að afleiðingar lélegra spennugæða væru meðal annars skemmdir á raftækjum notenda.