*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Fólk 3. júní 2019 14:28

Guðmundur bætist við eigendahóp Deloitte

Guðmundur Örn Árnason, endurskoðandi, hefur verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte.

Ritstjórn
Guðmundur Örn Árnason.
Aðsend mynd

Guðmundur Örn Árnason, endurskoðandi, hefur verið tekinn inn í eigendahóp Deloitte, sem nú samanstendur af 38 eigendum af öllum sviðum. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.

Guðmundur Örn hóf störf á endurskoðunarsviði Deloitte árið 2004 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2013. Innan endurskoðunarsviðs sinnir Guðmundur einkum meðalstórum og stórum fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum. Hann hefur viðamikla þekkingu á alþjóðlegum reikningsskilastöðlum og hefur komið að sérverkefnum þeim tengdum ásamt því að sinna stundakennslu við Háskóla Íslands.

„Það er afskaplega ánægjulegt að fá Guðmund í eigendahópinn, sem hefur vaxið undanfarin ár þvert á öll svið í takt við aukna fjölbreytni í þjónustuframboði félagsins. Guðmundur býr að mikilli og fjölbreyttri reynslu sem mun koma til með að styrkja stoðir Deloitte til lengri tíma," er haft eftir Sigurði Páli Haukssyni, forstjóra Deloitte í tilkynningunni.