Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, hefur ákveðið að hætta sem formaður sambandsins. Guðmundur tilkynnir um þetta á bloggsíðu sinni.

Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur Gunnarsson
© None (None)

Þar segir Guðmundur að hann hafi tilkynnt á síðasta þingi RSÍ fyrir 4 árum að núverandi tímabil yrði hans síðasta, en Guðmundur varð 65 ára í vetur. „Það hefur rignt yfir mig áskorunum um að gefa kost á mér áfram. Ég hef svarað mörgum fyrirspurnum félagsmanna um að ég vilji nýta síðustu starfsár mín meira í sjálfan mig,“ skrifar Guðmundur.

Þá segir hann: „Ég er reyndar ekki í ríkistryggðum lífeyrissjóð eins og sumir aðrir og get ekki hætt að vinna upp úr sextugt og farið að leika mér í golfi. Ég verð að vinna áfram og svo sem ekkert að gráta það.“

Bloggsíða Guðmundar .