Guðmundur Helgi Þórarinsson hefur verið kjörinn nýr formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna en niðurstaða kosninganna var kynnt á aðalfundi félagsins í gær að því er kemur fram í tilkynningu.

Í kosningu til formanns VM, tímabilið 2018 til 2022, voru tveir félagsmenn í framboði, þeir Guðmundur Ragnarsson, sitjandi formaður, og Guðmundur Helgi Þórarinsson.

Niðurstaða kosningarinnar var að Guðmundur Helgi Þórarinsson hlaut 411 atkvæði, eða 51,50%, og  Guðmundur Ragnarsson fékk 366 atkvæði, eða 45.86%. Auðir seðlar voru 21.

Guðmundur Helgi Þórarinsson er því réttkjörinn formaður VM tímabilið 2018 til 2022. Guðmundur hefur verið í aðalstjórn VM frá stofnun félagsins og var áður í stjórn Vélstjórafélags Íslands um árabil.

Einnig var kosið til stjórnað VM tímabilið 2018 til 2020.

Aðalmenn í stjórn verða þeir:

  • Agnar Ólason, HB Granda, Samúel Ingvason, Stálsmiðjunni Framtak ehf.
  • Kristmundur Skarphéðinsson, HS-Orku
  • Sigurður Gunnar Benediktsson, Orkuveitu Reykjavíkur
  • Þorsteinn Hjálmarsson, Eimskip
  • Símon Guðvarður Jónsson, Héðni hf.
  • Guðni Þór Elisson, Eskju hf.
  • Svanur Gunnsteinsson, Ísfélagi Vestmannaeyja hf.

Varamenn í stjórn verða þeir:

  • Andrés Bjarnason, Landsvirkjun
  • Brynjólfur Árnason, RTA (ÍSAL)
  • Jón Kornelíus Gíslason, Marel Iceland ehf.
  • Örn Friðriksson, Vinnslustöðinni hf.
  • Arnar Már Jónsson, Alvotech
  • Páll Heiðar Magnússon Aadnegard, Eimskip
  • Ágúst Grétar Ingimarsson, Hampiðjunni hf.
  • Þorleifur Halldórsson, Hamri ehf.