Guðmundur Karl Guðmundsson hefur verið ráðinn sjóðstjóri hjá Landsbréfum, dótturfyrirtæki Landsbankans.

Fram kemur í tilkynningu að Guðmundur Karl hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Frá árinu 2009 hefur Guðmundur Karl starfað sem forstöðumaður einkabankaþjónustu MP Banka og tekið virkan þátt í uppbyggingu þeirrar starfsemi hjá bankanum.  Á árunum 2004 til 2009 starfaði Guðmundur Karl sem miðlari og forstöðumaður markaðsviðskipta hjá MP Banka en á árunum 2000 til 2004 starfaði Guðmundur Karl hjá Spron Verðbréfum.

Guðmundur Karl er með B.Sc. í Viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.