Guðmundur Hafsteinsson, stjórnarmaður Icelandair, keypti í dag hlutabréf fyrir tæpar fimm milljónir í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar.

Sjá einnig: Eva Sóley kaupir í Icelandair

Guðmundur keypti þrjár milljónir hluta á genginu 1,6 krónur og kaupir hann því samanlagt fyrir 4,8 milljónir króna í félaginu. Hann átti enga hluti í félaginu fyrir viðskiptin samkvæmt tilkynningunni.

Sjá einnig: Fractal 5 sækir þrjár milljónir dala

Guðmundur er stofnandi og framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Fractal 5 og starfaði þar áður sem yfirmaður í vöruþóunn hjá Google. Hann hefur setið í stjórn Icelandair frá 2018.